Mótið verður haldið dagana 27. til 28. ágúst 2016 á Tungubökkum og spilað verður með hefðbundnu hraðmótsfyrirkomulagi í 6. 7. og 8. flokki karla og kvenna.
Weetos er styrktaraðili mótsins og fá öll börn glaðning frá þeim í mótslok. Boðið verður upp á afþreyingu á mótssvæðinu og veitingasölu með ljúffengan heimabakstur.
Mótið er haldið í tengslum við bæjarhátíð Mosfellinga „Í túninu heima“ og ættu gestir að geta fundið sér ýmislegt til skemmtunar og afþreyingar báða mótsdagana.
Í fyrra mættu á annað þúsund börn til leiks og gleðin skein úr hverju andliti. Láttu sjá þig á Tungubökkum 27.-28.ágúst.
Skráning fer fram á fotbolti@afturelding.is.