Afturelding með glæsilegan sigur á ÍA í Varmá

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Meistaraflokkur Aftureldingar í körfubolta tók í dag á móti ungmennaliði ÍA í Varmá og vann sannfærandi sigur, 99-61.

Heimamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu 15 stiga forskoti áður en gestir frá Akranesi komu stigum á töfluna. Afturelding hélt tökum á leiknum allan leiktímann og lönduðu öruggum sigri sem endaði 99-61.

Stigin dreifðust vel á marga leikmenn í leiknum. Stigahæstir voru Ólafur með 22 stig og Magni með 20 stig sem negldi niður 4 þriggja stiga kröfum. Björgvin bætti við 12 stigum, Sigurbjörn 10 stigum, Dilanas 8 stigum og Eiríkur 8 stigum. Hlynur skoraði 5 stig, Alexander og Ísak hvor um sig 6 stig og Simon 2 stig. Einnig komu Sigurður Stefán og Kristófer inn á völlinn. Kristófer átti stórleik í vörninni auk þess að sækja 4 sóknarfráköst með elju og vinnusemi.

Frumsýning á upphitunartreyjum

Áður en leikurinn hófst frumsýndi Afturelding glæsilegar upphitunatreyjur með auglýsingum frá góðum stuðningsaðilum deildarinnar. Deildin vill þakka eftirfarandi fyrirtækjum kærlega fyrir frábæran stuðning:

  • Rafport ehf.
  • GMÍ RAF ehf.
  • Hjúki ehf.
  • Fisk ehf.
  • Ívera ehf.
  • Kæling Víkurafl ehf.
  • Öll Jarðvinna ehf.
  • Hornsteinn ehf.
  • Bílasalan Diesel.is
  • Overcast ehf.
  • ÞG JG Verktakar sf.
  • Tæknisýn ehf.

 

Kunnum við þeim miklar þakkir fyrir stuðninginn sem gerir okkur kleift að halda áfram að byggja upp og þróa körfuboltann í Mosfellsbæ.

Úrslit: Afturelding – ÍA 99-61

Stigahæstir Aftureldingar: Ólafur 22, Magni 20, Björgvin 12, Sigurbjörn 10