Bikarkeppni KKÍ og VÍS í yngri flokkum hélt áfram um helgina þegar 16 liða úrslit fóru fram. Afturelding stóð sig afar vel, en bæði 10. flokkur og 11. flokkur stráka sigruðu sína leiki og tryggðu sér sæti í 8 liða úrslitum keppninnar. Liðin verða því í pottinum þegar dregið verður á næstu dögum.
10. flokkur – Hörkuleikur gegn Fjölni
10. flokkur drengja, að stærstum hluta skipaður leikmönnum fæddum 2010, mætti Fjölni í Grafarvogi á laugardaginn. Þar spiluðu heimamenn vel og leikurinn var jafn lengi vel. Afturelding náði þó að síga fram úr í lokaleikhlutanum með sterkum varnarleik og góðum ákvarðanatökum í sókn.
Stigahæstu leikmenn Aftureldingar:
- Símon – 27
- Snorri – 15
- Agnar – 12
- Vignir – 15
- Aron Rútur – 7
- Alfreð – 2
- Aron Ásgeir – 2
- Atli – 1
- Róbert – 1
Frábær liðsheild skilaði liðinu áfram í 8 liða úrslit.
11. flokkur – Sterkur sigur á heimavelli
Á sunnudeginum tók 11. flokkur á móti Tindastól í Mosfellsbæ. Gestirnir héldu í við Aftureldingu lengi framan af, en þegar leið á fyrri hálfleikinn þéttu heimamenn vörnina og spiluðu skipulagðan og öflugan sóknarleik. Að lokum vann Afturelding nokkuð öruggan sigur, 104–79. Ísak Rökkvi átti stórleik í vörninni, reif niður 12 fráköst og átti 7 stoðsendingar. Sigurbjörn átti góðan leik í sókninni og setti niður 31 stig.
Stigahæstu leikmenn Aftureldingar:
- Sigurbjörn – 31
- Bjöggi – 14
- Ísak Rökkvi – 12
- Vignir – 12
- Dilli – 10
- Siggi – 10
- Kristó – 7
- Símon – 6
- Eddi – 2
Liðið sýndi góða breidd og agaðan leik sem tryggði þeim sæti í næstu umferð.
Beðið eftir spennandi drætti
Dregið verður í 8 liða úrslit bikarkeppni VÍS og KKÍ á næstu dögum. Í Aftureldingu ríkir mikil eftirvænting og vonast margir eftir heimaleikjum þegar piltarnir halda áfram sinni vegferð í keppninni.
Áfram Afturelding – áfram körfubolti!
Að lokum – myndagáta vikunnar:

Hver er maðurinn?

