Körfuknattleiksdeild Aftureldingar er mjög ánægð að tilkynna að Bergsveinn Kári Jóhannesson heldur áfram þjálfun 5.–6. bekkjar hjá félaginu. En hann var einnig mjög flottur í sumarstarfi félagsins nú í sumar sem heppnaðist frábærlega.
Bergsveinn hefur unnið mjög gott starf undanfarin misseri og stóð sig virkilega vel á síðasta tímabili þegar hann tók við flokknum sem sínum fyrsta aðalflokki, hann hefur verið mjög virkur aðstoðarþjálfari um hríð en undir hans leiðsögn hafa leikmenn tekið flottum framförum, bæði tæknilega og félagslega, og skapast hefur jákvæð liðsheild innan hópsins.
Það er því fagnaðarefni að halda áfram þessu góða samstarfi. Bergsveinn er ungur og efnilegur þjálfari sem sýnt hefur metnað, fagmennsku og góða tengingu við leikmenn sína. Við hlökkum til komandi tímabils og þess að sjá áframhaldandi þróun og árangur hjá hópnum undir stjórn Bergsveins.
Áfram Afturelding Körfubolti.