Fyrstu leikir tímabilsins

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Nú um helgina hefst Íslandsmótið í körfuknattleik og sendir Afturelding lið til leiks í flestum flokkum karla.  Fyrsta leik vetrarins á B-liðið í 10. flokki en þeir spila í 3. deild og mæta þeir Ármanni í N1 höllinni að Varmá kl. 14:30 í dag, laugardaginn 7. september.  Á morgun sunnudag mætir 11. flokkur liði ÍA klukkan 12:00 og fer sá leikur einnig fram í Varmá.  11. Flokkur leikur í 3. deild og er þessi flokkur Aftureldingar skipaður að mestu leikmönnum úr 10. flokki, fæddir 2009.  Á morgun á einnig 9. flokkur sinn fyrsta leik en þeir fara í vesturbæinn og mæta KR á Meistaravöllum kl. 13:00.

A-lið 10. flokks byrjar aftur á móti ekki titilvörn sína fyrr en 21. september með útileik gegn Stjörnunni í Garðabænum.  Afturelding sendir síðan lið til leiks í 2. deild í meistaraflokki og er fyrsti leikur liðsins gegn Uppsveitum sunnudaginn 22. september kl. 15:00 í Varmá.  Keppt verður nánast vikulega í þessum eldri flokkum í vetur en yngri flokkarnir spila nokkra leiki yfir 5 helgar í vetur.

Það er ljóst að það verður nóg að gera á körfuboltavellinum í vetur og við hvetjum stuðningsfólk að mæta á völlinn og styðja Aftureldingu í vetur.  Hægt er að sjá yfirlit yfir alla leiki Aftureldingar á vef KKÍ.