Gleðilega körfuboltapáska

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar óskar ykkur öllum gleðilegra páska og vonar að þið hafið það sem allra best með ykkar fólki 1.- 6.bekkur mun núna í lok vikunnar fara í páskafrí eins og grunnskólarnir í Mosfellsbæ, eldri hóparnir 7.-10.flokkur munu æfa fram að helstu helgidögum. Fríið hefst á sun 13.apríl og komum til æfinga aftur þri 22.apríl nk. 10.flokkurinn okkar heldur síðan á Skírdag 17. apríl til Svíþjóðar á Norðurlandamót félagsliða ScaniaCup´25 sem er sterkt mót rétt fyrir utan Stokkhólm. Við óskum strákunum góðs gengis og flytjum fréttir heim af gangi mála. Stjórn og þeir sem að deildinni koma vonum að þið njótið vel og mætið endurnærð eftir þessa stuttu pásu í lokasprett tímabilsins!

Áfram Afturelding Körfubolti 😀