Gunnar Ingi nýr styrktarþjálfari Körfuknattleiksdeildar Aftureldingar

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar hefur gengið til samstarfs við Gunnar Inga Garðarsson sem nýjan styrktarþjálfara deildarinnar. Gunnar er íþróttafræðingur að mennt, uppalinn Mosfellingur og hefur mikla reynslu af styrktar- og líkamsþjálfun íþróttafólks. Hann mun leggja sitt af mörkum til þess að efla bæði leikmenn og liðið okkar.

„Það er okkur mikið ánægjuefni að fá Gunnar til liðs við deildina. Hann hefur þegar hafið störf og kemur inn með mikla fagþekkingu og brennandi áhuga á því að efla leikmenn körfunnar bæði líkamlega og andlega. Við bindum miklar vonir við þetta samstarf og hlökkum til að byggja áfram á þeim góða grunni sem þegar hefur verið lagður innan deildarinnar,“ segir Heiðar Logi Jónsson formaður körfuknattleiksdeildar Aftureldingar. Með komu Gunnars styrkist enn frekar umgjörð og fagmennska innan deildarinnar. Við erum sannfærð um að hann muni reynast mikil hvatning fyrir leikmenn á öllum aldri sem stunda þennan þátt þjálfunarinnar vel og stuðla þannig að áframhaldandi framgangi og árangri Aftureldingar í körfuknattleik.

Frekari fréttir af spennandi keppnistímabili eru framundan.