Íslandsmótið hafið hjá eldri flokkunum

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Afturelding sendir lið til keppni í 7.-10. bekk karla í körfubolta en einnig spilar 10. flokkur sem 11. flokkur (fyrsti bekkur í menntaskóla). Eldri yngri flokkarnir hafa einnig hafið leik í Íslandsmótinu.

10.-11. flokkur- Þessir flokkur er á góðu róli en 10.-11. flokkur, leikmennirnir sem urðu Íslandsmeistarar síðastliðið vor hefja titilvörnina ágætlega hafa þegar þetta er skrifað spilað 4 leiki, sigrað 2 og tapað 2. Eru í 2-3 sæti eftir fyrstu umferðirnar á árinu. Liðið leikur gegn Tindastól í bikarkeppni KKÍ og halda því norður í Skagafjörð í lok nóvember til þess að keppa þar í 16. liða úrslitum. Spennandi verður að sjá hvort þeir nái að sigra og verða í hattinum þegar dregið verður í 8. liða úrslita í byrjun desember.

Styrktaræfing

10. flokkur er fjölmennur og eru tvö lið send til keppni í Íslandsmóti flokksins. B-liðið hefur sigrað 4 leiki og tapað 2 í 3. deild í 10. bekk og eru sem stendur um miðja deild. 11. flokkurinn sem eru eins og áður hefur komið fram skipað af sömu strákum og leika í 10. flokki. Þar spila þeir í 3. deild og hafa sigrað fimm leiki og aðeins tapað einum leik það sem af er keppnistímabili og eru á toppnum í sinni deild.
Þessi hópur stefnir á tvær keppnisferðir eftir áramót en þeim var boðið að taka þátt í Evrópukeppni félagsliða (EYBL) sem verður spilað í Lettlandi í febrúar. Auk þess ætla þeir að taka þátt á Scania mótinu í Svíþjóð um næstu páska. Þeir fóru einmitt á þetta óopinbera norðurlandamót félagsliða um síðustu páska þar sem þeir lentu í 7. sæti af 21 liði.

Keiluferð

9. flokkur drengja hefur leikið 5 leiki í vetur, sigrað 2 og tapað 3 leikjum það sem af er en þeir eru í næst efstu deild (2. deild) síns aldursflokks og því spennandi vetur framundan. Stefnt er að því að komast upp í efsta styrkleikaflokk en þeir leika heimaleiki sína á sunnudagsmorgnum í Varmá.

8. bekkur hóf keppnistímabilið á keppnisferð norður á Akureyri þar sem Afturelding fór með 2 lið til keppni. Sterkari hópurinn lék í B-riðli (2. styrkleikaflokkur) þar sem þeir sigruðu 1 leik en töpuðu 3, þar sem þeir töpuðu tveimur af þeim mjög naumlega í framlengingu. Þetta er mjög fjölmennur hópur, hátt í 20 strákar og verður gaman að fylgjast með framförum þeirra í vetur. Næsta mót verður í nóvember og haldið á höfuðborgarsvæðinu.

7. bekkur hóf sitt keppnistímabil um síðustu mánaðarmót en þeir léku í Ólafssal í Hafnarfirði. Þetta er skemmtilegur hópur af 12 strákum sem leggja mikið á sig. Þeir hefja leik í c- riðli (3. styrkleikaflokkur) þar sem þeir sigruðu 2 leiki og töpuðu 2 í fyrstu umferðinni. Þeirra næsta mót er eftir mánuð, 30. nóv-1.des en það mót mun fara fram norður á Akureyri.

Þessir tveir síðastnefndu hópar hyggja á æfinga og keppnisferð til Bandaríkjanna næsta sumar og áhuginn því mjög mikill á þeim bænum. Takið vel á móti þeim þegar þeir kíkja í söluheimsóknir.

8. flokkur

Eins og sjá má þá er starfið umfangsmikið hjá deildinni og gaman að geta flutt ykkur fréttir og myndir af gangi mála. Fjölmargir leikir eru leiknir í Varmá um helgar og hvetjum við ykkur öll til þess að fylgjast vel með á samfélagsmiðlum, Instagram og Facebook hvernær leikir eru og endilega kíkja og standa við bakið á starfinu og krökkunum sem halda þessu uppi.

Ef þið eruð ánægð með starfið látið endilega aðra vita og hvetjið sem flesta að taka þátt með okkur.

Áfram Afturelding Körfubolti