Körfuboltakrakkar á ferð og flugi yfir helgina.

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

12 leikir á mismunandi stöðum á landinu.

Núna um helgina er næstsíðasta keppnishelgi yngri flokka körfuknattleiksdeildar Aftureldingar í vetur. Krakkar fæddir 2012 og skipa 7. flokk sendi tvö lið til keppni í ár en þeir spila á Sauðárkróki núna um helgina. Frábært veður er fyrir norðan en yfir 20 gráðu hita er spáð í forsælu og mikið fjör framundan.

 

Sumarblíða í Skagafirðinum

Strákarnir spila tvo leiki á föstudegi, fjóra leiki á laugardegi og loks síðustu tvo á sunnudeginum áður en haldið er heim á leið. Þessi flokkur er með 14 stráka að æfa og því kjörið tækifæri að spila með tvö lið þannig að sem flestir fái verkefni og leiki við hæfi. Þessi hópur hefur síðan staðið sig gríðarlega vel í fjáröflunum og félagsstörfum en þeir eru að fara í æfingarferð til USA núna í Júní næstkomandi.

Mættir í Síkið.

Drengir í 5. bekk leika síðan 4 leiki í Keflavík um helgina. Þessi hópur hefur verði mjög vaxandi í vetur og gaman að sjá gróskuna í starfinu. Þessi hópur leikur í Keflavik um helgina, tvo hvorn dag og spennandi verður að fylgjast með þessum hópum í framtíðinni.

Mættir til Keflavíkur.

Við munum flytja ykkur frekari fréttir af úrslitum, myndum og skemmtilegum sögum eftir helgina Áfram Afturelding körfubolti.