Körfuknattleiksdeild Aftureldingar heiðruð á íþróttahátíð Aftureldingar

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Í Hlégarði í Mosfellsbæ ríkti hátíðarstemning í gær, sunnudaginn 28. desember, þegar viðburðurinn Íþróttamaður og íþróttakona Aftureldingar fór fram. Þar var fjöldi íþróttamanna, sjálfboðaliða og þjálfara heiðraður fyrir framúrskarandi störf á árinu. Handboltamarkmaðurinn Einar Baldvin Baldvinsson og Blakkonan Rut Ragnarsdóttir voru útnefnt íþróttafólk Aftureldingar á árinu úr flottum hópi tilnefndra, eru þau svo sannarlega vel að þeim verðlaunum kominn og óskar deildin þeim innilega til hamingju með verðskulduð verðlaun.

Afturelding á þrjá leikmenn sem valdir voru í landsliðsverkefnum á árinu, Björgvin Már Jónsson, Aron Rútur Allansson og Snorri Valur Guðjónsson hlutu rós að launum sem viðurkenningar og hvattningarvott.   Leikmaður meistaraflokks karla, Alexander Jón Finnsson, var þá útnefndur körfuknattleikmsaður Aftureldingar á yfir standandi ári.

Við þetta tilefni hlaut einnig stjórn körfuknattleiksdeildarinnar Starfsbikar UMFÍ, þar sem deildin fékk sérstakt lof fyrir það frábæra starf sem unnið hefur verið undanfarin ár. Sérstaklega var yngri flokka starf deildarinnar dregið fram sem fyrirmyndarstarf. Í umsögn með viðurkenningunni var stjórn deildarinnar hrósað mikið fyrir sterka og örugga stýringu á krefjandi tímum, þegar mikið hefur legið undir og áföll hafa dunið á. Þá var einnig lögð áhersla á góð samskipti og samstöðu innan deildarinnar, sem endurspeglar þann styrk sem hefur skapast í starfinu. Deildin er talin skýrt dæmi um að afreksstarf geti blómstrað í „nýjum“ deildum þegar rétt er staðið að málum.

 

Stjórnarmaður deildarinnar, Gísli Jón Magnússon, hlaut viðurkenninguna Vinnuþjarkur ársins fyrir einstakt og óeigingjarnt framlag sitt til starfs deildarinnar en þessi viðurkenning er veitt árlega til sjálfboðaliða innan Aftureldingar. Gísli hefur lengi ómetanlegur hlekkur í starfinu og sýnt einstaka elju og jákvætt viðmót gagnvart öllum þeim verkefnum sem upp koma. Hann mætir reglulega á svæðið, hvort sem um er að ræða æfingar, leiki eða aðra viðburði, og er ávallt tilbúinn að leggja hönd á plóg. Áreiðanleiki og óeigingjarnt starf hefur haft mikil og jákvæð áhrif á bæði leikmenn og starfsfólk deildarinnar og var hann því talinn verðugur handhafi þessarar viðurkenningar.

 

Að auki hlaut yfirþjálfari körfuknattleiksdeildar, Sævaldur Bjarnason, sérstakar þakkir og viðurkenningu fyrir vel unnin störf á árinu, bæði innan vallar sem utan. Í þakkarorðum formanns Aftureldingar, Ásgeirs Jónssonar, var sérstaklega minnst á leiðtogahlutverk hans á erfiðum tímum þegar félagið og samfélagið allt í Mosfellsbæ syrgði fráfall ungs körfuboltadrengs á haustmánuðum.

Sæbi hélt vel utan um alla með auðmýkt sinni og hlýju og fyrir það verðum við honum ævinlega þakklátsagði Ásgeir að lokum við afhendingu viðurkenningarinnar.

Stjórn körfuknattleiksdeildar vill að lokum nýta þetta tækifæri og þakka Aðalstjórn Aftureldingu fyrir þessar viðurkenningar og hlý orð í garð deildarinnar og óska öllum þeim fjölda íþróttafólks, sjálfboðaliða og starfsmanna til hamingju sem einnig hlutu verðlaun á lokahófinu í gær.

Saman erum við sterkari

Áfram Afturelding