Körfuknattleiksdeildin hlýtur Hvatningarverðlaun UMSK 2025

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Fyrr i dag hlotnaðist körfuknattleiksdeild Aftureldingar sá heiður að fá hvatningarverðlaun UMSK 2025 á 101.ársþingi sambandsins fyrir metnaðarfullt starf körfuknattleiksdeildar.

Mjög mikill fjöldi fólks kemur að starfi deildarinnar sem hjálpar mikið til með ómetanlegu framlagi þeirra með góðum hugmyndum og vinnusemi og þessu fólki fjölgar jafnt og þétt í samræmi við fjölgun iðkennda okkar og því er þetta ennþá meiri hvatning fyrir okkur í Mosfellsbænum að halda áfram að bjóða upp á metnaðarfulla og skemmtilega körfuboltadeild.

Við leggjum mikið á okkur að hafa metnað og fagmennsku að leiðarljósi í okkar starfi og erum hvergi nærri hætt. Förum bráðlega að auglýsa sumarnámskeiðinn okkar og það sem er næst á döfinni Keppnisleikjum fer fækkandi með hækkandi sól og mest spennandi tími ársins þar sem úrslitakeppnir í körfunni eru  handan við hornið. Starfið hefur gengið ótrúlega vel en heildarfjöldi iðkennda okkar er komin yfir 200 að meistaraflokki karla meðtöldum og starf sem Afturelding og mosfellingar eru vonandi stoltir af.

Gísli, Sævaldur og Einar.

Í dag eru 80 krakkar að æfa körfubolta í 1.-4. bekk og erum við ákaflega stollt af þessum fjölda bara sem taka þátt í starfinu með okkur. Mikið er framundan í starfi deildarinnar, 10. flokkur fer út og tekur þátt í Scania Cup í Svíþjóð um páskana en er þetta annað árið í röð sem þessi hópur tekur þátt í því móti.  Stór hópur iðkenda í 7. og 8. flokki eru svo á fullu að undirbúa og safna fyrir ferð í sumar til Bandaríkjana þar sem 28 flottir krakkar á vegum Aftureldingar taka þátt í æfingabúiðum í Duke í Norður Karólínu.  Spennandi ævintýri sem þessi hópur ætlar að takast á við með stuðningi frábærra foreldra.

Innilegar hamingjuóskir allir sem að deildinni koma, fólkið í Mosfellsbænum sem hefur tekið vel á móti og hvetur okkur til dáða, iðkenndur, foreldrar og öll sem eru á bakvið tjöldin eiga þessi verðlaun

Áfram Afturelding og Afturelding körfubolti