Meistaraflokkur karla stofnaður hjá Aftureldingu

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Nú á dögunum var tekin ákvörðun að endurvekja meistaraflokks lið undir merkjum Aftureldingar í körfuknattleikslei og stefnt að þáttöku í 2. deild karla á næsta keppnistímabili,´24-´25. Starf körfuknattleiksdeildar Aftureldingar hefur tekið miklum stakkaskiptum undanfarin ár og vaxið fiskur um hrygg í yngri flokkum deildarinnar með gríðarlega mikilli fjölgun iðkenda og fínum árangri. Það er staðföst trú okkar sem að deildinni koma að öflugir yngri flokkar og gróska í starfi sé frumforsenda þess að meistaraflokkur þróist og þroskist. Við teljum það því rökrétt skref að taka í vegferð deildarinnar. Vonandi með tíð og tíma, þegar okkar elstu yngri iðkendur eru nægilega gamlir, geti þeir tekið þátt í öflugu og metnaðarfullu afreksstarfi í sínu bæjarfélagi. Það er markmið deildarinnar að stefna að því að bjóða upp á faglega og góða þjálfun í starfinu og taka vel á móti hverjum þeim sem langar til þess að iðka íþróttina fögru.

Ákvörðun sem þessari fylgja alltaf áskoranir en með metnaði og öflugu fólki náum við vonandi að festa starf meistaraflokks í sessi og byggja upp körfuboltalið sem Afturelding og Mosfellsbær er stolt af. Við viljum nýta okkur þann góða meðbyr sem hefur fylgt starfi deidarinnar síðustu misseri og halda áfram að eflast, stækka og verða betri.

Stjórn og yfirþjálfari KKd.Aftureldingar