Öruggur sigur meistaraflokksins á Tindastóli U

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Meistaraflokkur karla mætti liði Tindastóls U í Varmánni á sunnudagskvöldið í sínum fimmta leik í 2. deildinni.  Afturelding hafði öruggan sigur, 102-77, eftir flottan leik frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Strákarnir komu ákveðnir til leiks, náðu fljótt forystu og héldu henni út allan leikinn – mest fór munurinn í 35 stig.

Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu vel stigaskorið dreifðist, en alls 11 leikmenn af 12 komust á blað. Ari Kristinn, skoraði sín fyrstu stig í meistaraflokki með glæsilegri þriggja stiga körfu í lokaleikhlutanum. Sigurður Stefán, sem nýverið gekk til liðs við okkur, skoraði einnig sín fyrstu stig í Aftureldingar treyjunni. Strákarnir tóku einnig fjöldan allan af fráköstum, bæði sóknar og varnar, og var barátta liðsins til fyrirmyndar stærstan hluta leiksins.

Stigaskor liðsins:

  • Ólafur Snær – 24
  • Magni Fannar – 17
  • Björgvin Már – 15
  • Dilanas – 12
  • Hlynur – 9
  • Sigurður Máni – 7
  • Ísak Rökkvi – 6
  • Sigurður Stefán – 5
  • Ari Kristinn – 3
  • Sigurbjörn Einar – 2
  • Kristófer Óli  – 1

Eiríkur Karls skoraði ekki að þessu sinni, en það var afar ánægjulegt að sjá hann aftur á vellinum eftir langt hlé vegna meiðsla.  Sævaldur þjálfari var að vonum sáttur eftir leikinn: „Þetta er allt í rétta átt hjá okkur. Við erum með ungt og leikirnar oft sveiflukenndir. Spilamennskan er að batna jafnt og þétt, menn að læra sín hlutverk. Strákarnir eru mjög lærdómsfúsir, metnaðarfullir og spila fyrir hvern annan – og það er það sem skiptir máli og ekki hægt að biðja um meira.“

Öruggt og sannfærandi framlag hjá öllu liðinu – flottur sigur og góðir taktar fyrir næstu verkefni. Afturelding mætir Haukum U sem koma til okkar mánudagskvöldið 23. nóvember kl 20.30 í Varmá.

Virkilega flott mæting áhorfenda hefur verið á leikina og stuðningurinn dýrmætur fyrir okkar menn !

Áfram Afturelding Körfubolti