Safnað fyrir ferð til Duke University

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Í dag hefur farið fram körfuboltamaraþon þar sem 25 strákar úr 7. og 8. flokki körfuknattleiksdeildar Aftureldingar eru að safna fyrir æfingaferð til Duke University í Bandaríkjunum.  Ferðin verður farin 22.-29.  júní og undirbúningur á fullu.  Drengirnir hafa verið duglegir að safna áheitum undanfarnar vikur og nú er að standa við áheitin sem hafa safnast.  Körfuboltamaraþonið byrjaði í morgun klukkan 8 og eins og sjá má er daginum skipt upp í ýmsar körfuboltaæfingar og styrktarþjálfun.  Allt fer þetta fram í Varmá og endar með pizzupartý klukkan 20:00 í kvöld en Sævaldur yfirþjálfari á veg og vanda af dagskránni.

Dagskrá körfuboltamaraþons

Besti þakkir til þeirra sem hafa stutt þessa efnilegu drengi sem eru í 7. og 8. bekk að takast á við þetta verkefni.  Foreldrar hafa svo staðið sig eins og hetjur við að útvega mat í hópinn en það þarf mikla orku til að halda út svona löngum degi við æfingar.

Grillað í hádeginu

Körfuboltaæfing á fullu

Styrktaræfing