Vetrarstarf körfuboltadeildarinnar hefst mánudaginn 1. september og fara allir flokkar þá af stað með æfingar. Við viljum vekja athygli á að í æfingatöflunni er skörun við knattspyrnudeildina, sérstaklega hjá 5. bekk (börn fædd 2015). Við erum þegar að vinna í lausnum og munum gera okkar besta til að tryggja að iðkendur geti stundað báðar greinar. Við biðjum um smá þolinmæði í næstu viku en upplýsum ykkur jafnóðum þegar breytingar verða.
Körfubolti er frábær leið til að hreyfa sig, hann styrkir samvinnu, liðsheild og eykur sjálfstraust. Allir velkomnir – hvort sem þú hefur spilað áður eða ert að prófa í fyrsta sinn.
Fyrstu tvær vikurnar er frítt að æfa, og hvetjum við alla til að mæta og prófa nokkur skipti. Við tökum vel á móti nýjum sem eldri iðkendum! Hér fyrir neðan má sjá drög að æfingatöflu vetrarins. Við biðjumst velvirðingar á þessari tímabundnu skörun og þökkum skilninginn.
Hlökkum til að hefja starfið með ykkur!
Áfram Afturelding Körfubolti