Senn líður að því að vetrarstarf KKD – Aftureldingar hefjist og hefjum við leik á svipuðum tíma og grunnskólar Mosfellsbæjar. Æfingartöflurnar eru klárar og eru í yfirlestri hjá Aftureldingu og við erum að undirbúa þjálfarana okkar og starfið allt.
Ef allt gengur að óskum hefjast æfingar hjá yngstu hópunum 1.-4.bekk og 5.-6.bekk mánudaginn 26.ágúst n.k. en eldri hópar, 7., 8. , 9. og 10. bekkur hefja leik vonandi fyrr en það veltur á hvenær íþróttahúsin hefja vetrardagskrána. Æfingartöflurnar koma síðan í Mosfellingi í kringum “Í túninu heima” en við getum vonandi einnig sett þær á okkar samfélagsmiðla fyrr.
Sumarnámskeið deildarinnar gengu mjög vel og var aukning á fjölda iðkenda í sumar og er það í samræmi við mikla aukningu síðasta keppnistímabil. Þjálfararnir hlakka mikið til þess að taka á móti krökkunum og hefja vetrarstarfið með trukki. Inn á Afturelding.is erum við í óða önn að uppfæra æfingatöflur og þjálfaralista en búið er að opna fyrir skráningar á Sportabler.
Allt stefnir í frábæran körfuboltavetur með stórum flottum sigrum, sárum töpum og allt þar á milli en deildin og þeir sem að henni koma leggja mikið á sig að gera upplifun krakkanna sem besta.
Áfram Afturelding körfubolti