Laugardaginn 1. nóvember falla hefðbundnar æfingar niður hjá leikskólahópum. Í staðin er opið hús hjá fimleikadeildinni og bardagadeildum í nýja fimleika- og bardagahúsinu okkar.
Sendur var tölvupóstur á foreldra allra barna í umræddum hóp í gær. Ef þið eruð ekki að fá tölvupósta frá okkur endilega látið okkur vita á fimleikar@afturelding.is
Við hvetjum að sjálfsögðu alla úr leikskólahópunum að mæta og taka þátt og taka systkini sín með en þjálfarar verða með áhaldahring ofl.
Sjá nánari upplýsingar á meðfylgjandi auglýsingu.
