Nú styttist óðfluga í jólasýninguna okkar og eru krakkarnir búin að vera þvílíkt dugleg að æfa með þjálfurunum sínum til að geta sýnt ykkur hversu mikið þeim hefur farið fram á þessari önn.
Jólasýning Fimleikadeildar Aftureldingar verður haldin sunnudaginn 13. desember kl 11:00-12:30 í Sal 1 sem er niðri
Gífurlega langar raðir eru alltaf við inngang þegar jólasýningin okkar er og ætlum við því að bjóða upp á forsölu á miðum á miðvikudag kl 16:30-17:15 og fimmtudag kl 17:15-18:15 fyrir framan fimleikasalinn. Við hvetjum sem flesta til að kaupa sér miða í forsölu ef þeir geta.
Við hlökkum til að sjá sem flesta á sunnudaginn 🙂
