Fullorðinsfimleikar vorönn 2015

Ungmennafélagið Afturelding

Fyrsti fullorðinsfimleikatíminn hefst þriðjudaginn 20. janúar kl 20:00-21:30
Tímarnir í vetur verða tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl 20:00-21:30 og verðið fyrir 12 vikna námskeið er 19.500kr. Engar æfingar verða um páskana og síðasti tíminn verður fimmtudaginn 16. apríl.
Skráning og greiðsla fer fram í gegnum Nóra: https://afturelding.is/fimleikar/skraning.html Bæði er hægt að dreifa greiðslum á greiðslukort eða fá senda greiðsluseðla og kostar þá hver seðill 390 kr.
Fólki gefst kostur á að koma í einn prufutíma en eftir það verður fólk að skrá sig. Miðað er við að æfingagjöld séu greidd í upphafi tímabils og eigi síðar en tveimur vikum eftir að iðkandi hefur æfingar. Sé það ekki gert er Fimleikadeild heimilt að skrá iðkanda og gefa út greiðsluseðill fyrir æfingagjöldum samkvæmt verðskrá.
Þjálfari fullorðinsfimleika í vetur er Glódís Guðgeirsdóttir fimleikakona. Glódís hefur æft fimleika í mörg ár, er fyrrverandi Evrópumeistari í hópfimleikum og Crossfit þjálfari.
Við bjóðum Glódísi hjartanlega velkomna til okkar í Aftureldingu.