Kæru foreldrar/forráðamenn,
Nú er önninn komin vel af stað hjá okkur og öll börn sem taka þátt á æfingum eiga að vera skráð inn í Nóra. Ef börn eru ekki skráð verður að hafa samband á fimleikar@afturelding.is og skrá barn áður en það mætir á næstu æfingu.
Okkur langar einnig að minna foreldra á að nú eiga allir að vera búnir að ganga frá hvernig þeir vilja greiða fyrir önnina inn í Nóra. Þó nokkrir eru búnir að því en enn eru einhverjir sem eiga það eftir.
Frágangur á greiðslu fer fram í gegnum Nóra: https://afturelding.felog.is/
Það verður að skrá sig inn með island.is auðkenni til að hægt sé að nýta frístundaávísanir/frístundakort. Ekki er hægt að nýta frístundaávísun/frístundakort í gegnum vef Mosfellsbæjar eða Reykjavíkurborgar og fer það alfarið fram inn í Nóra kerfinu.
Foreldrar geta valið um inn í Nóra að borga með greiðsluseðlum eða kreditkorti og hægt er að skipta greiðslum niður.
Afturelding er með mjög góðar leiðbeiningar á heimasíðunni sem hægt er að nálgast með því að SMELLA HÉR
Fimleikadeildin áskilur sér þann rétt, ef foreldrar ganga ekki frá þessum greiðslum sjálfir, að gefa út einn greiðsluseðil fyrir gjöldum annarinna og þá er því miður ekki hægt að nýta frístundaávísanir/frístundakort.
Við hvetjum alla til að ganga frá þessum greiðslum fyrir þriðjudaginn 2. febrúar!!!
Allar fyrirspurnir sendist á fimleikar(hja)afturelding.is