Byrjendur sem og lengra komnir tóku virkan þátt í æfingabúðunum og þjálfuðu sig í ýmis konar tækni, kata, bunkai og kumite. Á sunnudeginum var efnt til KOI móts þar sem keppt var í kata, kumite og gladiator. Í viðhengi má sjá úrslit mótsins.
Það hefur verið árlegur viðburður um nokkurt skeið að fá meistara Steven Morris hingað til lands en þessar æfingabúðir eru þær elleftu sem hann heldur hér á landi. Líkja má komu hans við vítamínssprautu fyrir iðkendur í skammdeginu. Framhaldsiðkendur, 12 ára og eldri, tóku beltapróf hjá Steven Morris og eignaðist karatedeild Aftureldingar að þessu sinni einn nýjan svartbeltara, Arnar Björgvinsson í fullorðinsflokki sem nú er kominn með 1. dan. Matthías Eyfjörð í unglingaflokki staðfesti einnig svartbeltispróf sitt, Shodan Ho, frá 2015. Karatedeildin óskar þeim félögum til hamingju með áfangann.
Hér í viðhengi er að finna úrslit KOI mótsins en fjölmargir iðkendur beggja deilda fóru heim með bikara og viðurkenningar. Mót sem þessi eru ekki aðeins mikilvæg í því skyni að öðlast keppnis reynslu við ögn óformlegri aðstæður en á stærri mótum, heldur einnig frábær leið til efla andann og kynnast iðkendum annarra félaga. Gladiator keppnin er ný af nálinni og er þessi grein örugglega komin til vera á KOI mótum Aftureldingar og Fjölnis. Þarna fengu allir að spreyta sig sem vildu og áhorfendur nutu þess að fylgjast með skemmtilegri og spennandi keppni.