Fjör í vatni – Stig 1
Fyrir börn fædd 2020–2021
Námskeiðið er hugsað fyrir börn sem eru ekki enn örugg í vatni eða eiga í erfiðleikum með að kafa. Lögð er áhersla á hopp, leiki og léttar æfingar til að auka öryggi og vellíðan í vatni.
Æfingatímar
- Miðvikudagar kl. 16:50–17:20
- Föstudagar kl. 14:50–15:20
Fjör í vatni – Stig 2
Fyrir börn fædd 2020 og 2021
Námskeiðið er ætlað börnum sem eru þegar örugg í vatni, geta farið í kaf án þess að halda fyrir nefið og eru tilbúin að vinna með grunnatriði í skrið-, bak- og bringusundi. Lögð er áhersla á að styrkja öryggi og færni í vatni ásamt jákvæðri upplifun.
Gott viðmið: Barnið treystir sér til að hoppa frá bakka í laug og setja höfðuð alveg í kaf. Ef svo er ekki benda þjálfarar á stig 1.
Æfingatímar
- Miðvikudagar kl. 17:30–18:00
- Föstudagar kl. 15:30–16:00
Við teljum að þessi breyting á tímasetningum komi foreldrum og börnum til góða meðal annars vegna styttri opnunartíma leikskóla. Við vonumst til að þessi tími slái í gegn.
Við viljum jafnframt minna á að forráðarmönnum er skylt að aðstoða börnin í gegnum búningsklefana. Þjálfarar taka svo á móti þeim í innilauginni.
Við biðjum ykkur að beina spurningum og athugasemdum til Hönnu Bjarkar íþróttafulltrúa hannabjork@afturelding.is

