Beltapróf

Ungmennafélagið Afturelding

Föstudaginn 9. mars verða eingöngu beltapróf, hefðbundnir karatetímar falla niður.
Prófdómari verður Willem Verheul, 2. dan, yfirþjálfari deildarinnar, og með honum verða aðstoðarþjálfarar.
Sendur hefur verið út nafnalisti og tímasetningar á prófum í tölvupósti til iðkenda, en karateiðkendur eiga að mæta á réttum tíma í próf og í karategöllum. Prófin fara fram fyrir luktum dyrum en að þeim loknum er aðstandendum boðið inn þegar prófdómari tilkynnir árangur iðkenda. Svo verður boðið upp á hressingu og belti verða til sölu, ekkert þarf að greiða fyrir strípur á belti. Þjálfarar afhenda viðurkenningarskjöl í næsta karatetíma á eftir beltaprófi.
Beltapróf eru innifalin í æfingagjöldum en ganga þarf frá greiðslu þeirra fyrir prófdag. Hægt er að semja um greiðslu þeirra við gjaldkera deildarinnar. Vinsamlega sendið póst á Andreu, karate(at)afturelding.is