Miðasala á leiki í Lengjudeildum karla og kvenna 2020 fer fram í miðasöluappinu Stubb.
Stubbur auðveldar stuðningsmönnum að kaupa miða á leiki í og Lengjudeildunum, ásamt því að stuðningsmenn geta fylgt sínu liði.
Það sem þú getur gert í appinu:
-Keypt miða á leiki í Pepsi Max deild og Lengjudeild karla og kvenna.
-Fylgt Aftureldingu og séð tilkynngar frá okkur.
-Skoðað leikjaplan hjá Aftureldingu og öðrum liðum.
-Skoðað stöðu í Pepsi Max og Lengjudeildum.
Miðarnir eru alfarið í appinu. Stuðningsmaður kaupir miða og virkjar svo við inngang, sýnir öryggisgæslu í hliðinu miðann í símanum og þarf svo að halda inni óvirkja takka í 2 sek þannig ekki sé hægt að nota miða aftur. Við það dettur miðinn strax út. Ef miði er ekki virkjaður eða notaður þá dettur hann út eftir leik/miðnætti og ekki hægt að nota.
Náðu í appið í dag. Hægt er að sækja það í App Store og Google Play.