Stórskemmtileg badmintonmót

Badmintondeild AftureldingarBadminton

Helgarnar 6-7 og 13-14 mars fór badmintondeildin á tvo skemmtileg mót.

Þorlákshöfn 6-7 mars

Það fyrra var fyrir byrjendur og var keppt í Þorlákshöfn og fóru yfir 30 iðkenndur frá Afturelding á mótið. Margir hverjir að fara á sitt fyrsta mót og var tilhlökkunin mikil.

Allir krakkar í 1. til 5. bekk fengur þáttökuverðaun en keppt var til úrslita í eldri aldursflokkum. Í u13 Hnokkar átti Afturelding alla leikmenn í undanúrslitum og tóku því fyrsta og annað sætið. Sigurbjörn Andri sigraði og Ástþór Gauti tók annað sætið.

U13 tátur sigraði Anna Bryndís og U17 telpur sigraði Rebekka Ösp bæði í einliða- og tvíliðaleik.

Partur af krökkunum í U9 og U11

Landsbankamót ÍA 13-14 mars

Það var löng helgi upp á Akranesi þar sem 20 iðkenndur frá Aftureldingu tóku þátt í einu af  stigamóti badmintonsambandsins (dominos mótaröðin). Keppt var í U11 til U19 í öllum keppnisgreinum (einliða, tvíliða og tvennda).

Virkilega gaman að sjá krakkana vilja keppa og þær miklu framfarir sem hafa 0rðið í vetur.

Halldór Ingi náði 2. sæti í U13 hnokkar aukaflokki, Anna Bryndís vann U13 telpur aukaflokk og Dagbjört Erla gerði sér lítið fyrir og vann U15 meyjar B flokk.

Halldór Ingi með silfur

U11 strákarnir

Anna Bryndís með gullverðlaun í U13