6.flokks mótið á laugardag er líklega eitt stærsta hraðmót sem fram hefur farið á Íslandi en spilað var á 10 völlum stanslaust frá 8 um morguninn og allan daginn. Sunnudagsmótið þegar 7.og 8.flokkur mættu til leiks tókst ekki síður frábærlega enda skein sólin bróðurpart dags.
Barna- og unglingaráð þakkar öllum þáttakendum kærlega fyrir frábæra helgi og vill sérstaklega þakka iðkendum úr 2.flokki karla og 3.flokki karla og kvenna fyrir frábæra frammistöðu við dómgæslu um helgina. Einnig foreldrum úr 6. og 7.flokki fyrir undirbúning við veitingasölu og önnur störf í þágu félagsins.
Allt starf á mótinu var unnið í sjálfboðavinnu og ljóst að knattspyrnudeild á afar öflugt bakland í bæjarfélaginu eins og berlega kom í ljós um helgina. Takk fyrir okkur.