Skráningardagur hjá Fimleikadeildinni

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Fimleikadeildin heldur skráningardag þriðjudaginn 27. ágúst næstkomandi kl. 16:30-19:00. Allir þurfa að skrá sig líka þeir sem voru í fyrra. Endilega notið tækifærið og gangið frá greiðslum í Nóra, nýja kerfinu og mun stjórnin aðstoða við það. Þess má geta að vinna er að hefjast við byggingu á nýrri aðstöðu fyrir fimleikabörn í Mosfellsbæ sem breyta mun allri fimleikaiðkun í bænum. Einnig er hægt að skrá sig í Parkour, götufimleika sem deildin hyggst bjóða upp á í nýrri aðstöðu. Þannig fáum við fram eftirspurnina í þá íþrótt.