Leiðbeiningar við skráningar

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Með þessari nýju skráningarsíðu verða skráningar markvissari, allar upplýsingar um iðkendur svo sem sími og netfang eru eins réttar og þær geta orðið. Þjálfarar geta haldið utan um mætingar iðkenda sinna, stjórnir deilda hafa betra yfirsýn, innheimta verður skilvirkari og allt utanumhald með betra móti en áður.
Kerfið heitir Nóri og er hýst af Dynax www.dynax.is

Slóðin á heimasíðunni er https://afturelding.felog.is þá er valið að samþykkja skilmála, síðan er farið í „Nýskráning“. Þá opnast nýr gluggi og þá á að færa inn kennitölu forráðamanns (án bandstriks)

Síðan þarf að fylla inn netfang og síma og velja sér lykilorð. Ekki þarf að bíða eftir að lykilorðið sé samþykkt og er því ekki sent á netfang. Mikilvægt er því að geyma lykilorðið.
Með því að velja “Er jafnframt iðkandi “ er hægt að sjá öll námskeið ætluð fullorðnum á vegum félagsins. Svo er hakað við eða ekki “Ég er stoltur stuðningsmaður Aftureldingar“ og er þá viðkomandi kominn sjálfvirkt inn á póstlista Aftureldingar. Að lokum þarf að samþykkja skilmála og skrá.
Þetta er bara gert í upphafi við nýskráningu, næst þegar farið er inn í kerfið er farið í „Innskráning“.

Þá er komin skráning inn í kerfið og tekur við að skrá börnin inn. Valið er “Nýr iðkandi“ og birtast svo börn viðkomandi og þarf að skrá við þau neftöng og símanúmer og eru þau síðan valin inn í kerfið. Fimleikadeildin hefur þegar lokið við að skrá flesta iðkendur sína inn í kerfið og þurfa foreldrar því einungis að ganga frá greiðslu.

Þá er létt val að velja námskeiðið og skrá inn og greiða. Íbúagátt Mosfellsbæjar er ekki beintengd við kerfið og því þurfa stjórnendur fimleikadeildar að setja inn frístundaávísunina sem afslátt. Ef það hefur ekki verið gert er mikilvægt að senda póst á: fimleikar@afturelding.is og við kippum því í liðinn.
Systkinaafsláttur er 10% og þarf gilda sömu reglur um hann og frístundaávísunina.

Forráðamaður verður að fara inná íbúagátt Mosfellsbæjar og ráðstafa styrknum til þeirra deildar sem hann á að fara.

Þá er ekkert annað eftir en að klára greiðsluna og er þá barnið skráð í sína íþrótt. Ef greitt er með greiðslukorti er hægt að skipta greiðslum.

Greiðslur án kreditkorts fara fram á skrifstofu Aftureldingar. Upplýsingar varðandi það: afturelding@afturelding.is eða fimleikar@afturelding.is