Afturelding var í bílstjórasætinu frá upphafi leiks og það var Carla Lee sem braut ísinn með marki á 13 mínútu. Stundarfjórðungi seinna bætti Lára Kristín Pedesen við marki og Sigríður Þóra Birgisdóttir bætti við þriðja marki Aftureldingar rétt fyrir leikhlé og greinilegt að okkar stelpur ætluðu sér öll stigin þrjú.
Í síðari hálfleik tryggði svo Furtuna Velaj sigurinn endanlega með fjórða marki Mosfellinga og reyndar einnig þau örlög KR-inga að falla í 1.deild að þessu sinni.
Á laugardag verður síðasta umferð deildarinnar leikin og þá fá stelpurnar okkar Val í heimsókn á Varmárvöll. Jafntefli nægir okkur til að tryggja áframhaldandi veru í efstu deild og vill knattspyrnudeild skora á alla félagsmenn og Mosfellinga til að koma og setja punktinn yfir hið spennandi i með því að fjölmenna á völlinn á laugardag – Áfram Afturelding !