Búið er að opna fyrir skráningu í badminton á haustönn inná https://www.sportabler.com/shop/afturelding/badminton, æfingar hefjast 1. sept. Krakkar sem eru að byrja að æfa fá spaða að gjöf þegar þau hafa skráð sig svo ekki er þörf á sérstökum búnaði til að vera með.
Við hvetjum alla til að hlaða niður Sportabler appinu því þar verða stundatöflur, skráningar í mót, tilkynningar og samskipti við þjálfara. Við erum einnig með facebook grúppur fyrir foreldrasamskipti en slóðirnar eru:
Yngri hópur: https://www.facebook.com/groups/Afturelding.yngri.hopur
Unglingahópur: https://www.facebook.com/groups/Afturelding.unglingahopur
Stundataflan fyrir börn og unglinga er eins og hún var í vor, eina breytingin er að á sunnudögum höfum við núna frátekinn tíma milli 9 og 11 í Lágafelli sem við munum nýta fyrir fjölskyldutíma. Við munum skipta þessum tíma á milli flokkana inní Sportabler en nákvæm tímasetning mun þróast eftir því sem við fáum meiri reynslu af mætingu í tímana.
Krakkarnir mæta með foreldri í tímana en markmið þeirra er tvíþætt:
- Kynna badmintonið sem fjölskylduíþrótt
- Gefa krökkunum meiri æfingu í spili
Nánar verður farið yfir skipulag annarinnar á kynningarfundi fyrir foreldra sem haldinn verður í fyrri hluta september, nákvæm tímasetning verður auglýst í Sportabler og á facebook þegar nær dregur.