Opið fyrir skráningar

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Búið er að opna fyrir skráningu allra deilda að undanskilinni knattspyrnudeildinni sem er enn að klára sitt tímabil.  Það opnar fyrir skráningar hjá þeim í byrjun september.
Æfingatíma allra deilda má finna hér: Æfingatöflur – Ungmennafélagið Afturelding

Við viljum vekja athygli á nýjung hjá blak-, frjálsíþrótta-, og sunddeild Aftureldingar en þau bjóða upp á svokallaða íþróttablöndu í ár. Þar sem börnum í 1. og 2. bekk gefst kostur á að stunda þessar þrjár íþróttir á skipulagðan hátt. Skráning fyrir það námskeið er í gegnum sportabler undir sunddeildinni.

Við hvetjum alla foreldra til að ná sér í Sportabler appið sem er notað er við skráningar, fylgjast með æfingatímum, mótum og sem samskiptatól þjálfara

Við hlökkum mikið til að sjá íþróttamannvirkin okkar fyllast af lífi.

ATH. bilun í kerfinu veldur því að forráðamenn barna fædd 2016 og 2017 gætu verið í vandræðum með frístundaávísunina. Unnið er að lagfæringu og vonast til að sú vinna klárist í dag. Við þökkum þolinmæði þess vegna, en biðjum ykkur um að bíða með þær skráningar sem hægt er þangað til þetta er komið í lag.