Bikarkeppni HSÍ karla – Skyldusigur í bikarkeppninni.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Afturelding sótti Stjörnuna 2 heim í bikarkeppni HSÍ á mánudagskvöld
Fyrirfram var vitað að mikill munur er á liðunum. En gamla klisjan að allt geti gerst í bikarkeppninni er alltaf til staðar. Afturelding mætti með sitt sterkasta lið í leikinn og greinilegt var að leikmenn mættu með rétt hugarfar í leikinn.
Afturelding byrjaði leikinn vel og náði strax góðri forystu. Það var ljóst strax eftir 10 mínútur að leikurinn yrði aldrei spennandi. Þeir sem minna hafa fengið að spila fengu tækifæri.
Ágætis kaflar í leiknum og nokkur skemmtileg mörk. En einbeitingin hélt ekki út allan leikinn og leikmenn Aftureldingar gerðu sig seka um klaufarleg mistök og nokkuð mörg misnotuð dauðafæri. Það er alltaf erfitt að halda einbeitingu í leik sem þessum. En það er akkúrat í þessum leikjum að menn sem verma bekkinn löngum stundum verða að nýta sér.  Það gekk ekki alveg nægilega vel í gær.   
Auðveldur 14 marka sigur sem hefði mátt vera stærri. En eitt skref í átt að vonandi einhverju stærra í þessari skemmtilegu keppni. 

Áfram Afturelding