Æfingamót fyrir GK mótið

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Fimleikadeild Aftureldingar stendur alltaf fyrir æfingamótum fyrir iðkendu sína til þess að undirbúa öll liðin sem best fyrir hvert mót.

Svona mót er haldið nokkrum vikum fyrir mót þar sem markmiðið er að gera æfingarmótið eins leiklíkt og mótið sjálft. Liðin klæða sig í keppnisgallana, fylgja uppsettu skipulagi alveg eins og kemur til með að vera á mótinu sjálfu og liðin keppast við að hvetja hvort annað. Allt sem fer úrskeiðis á svona viðburðum er þá hægt að laga fyrir mótið sjálft.

Fimleikadeildin telur þetta vera mikilvægur þáttur í undirbúningi fyrir mót þar sem bæði iðkendur og þjálfarar græða á.

  • Liðin koma skipulagðari inn á mót og vita betur hvað er að gerast.
  • Þeir iðkendur sem eiga erfiðara með stress eða kvíða græða á því að hafa keyrt í gegnum svona æfingamót.
  • Þar sem flest öll liðin okkar koma saman í svona viðburð þá styrkir þetta liðsandann og hjarta deildarinnar
  • Þjálfarar fá að sjá sýna iðkendur undir pressu og viðbragð liðanna undir leiklíkum aðstæðum sem auðveldar þeim að lesa í aðstæður.
  • Yfirþjálfarar fá betri yfirsýn yfir hópana og gengi iðkenda.
  • Síðan er þetta skemmtilegur viðburður fyrir alla.

Síðsta laugardag (28. janúar) fór fram svona æfingarmót sem var liður í undirbúningi fyrir GK mót yngri flokka og eldri flokka.

Yfir daginn sáu okkar öflugu þjálfarar til þess að 14 lið eða 153 iðkendur náðu að keyra sínar æfingar í gegnum æfingamótið.

Hérna eru nokkrar skemmtilegar myndir frá æfingamótinu.