Lið fyrri hluta Íslandsmótsins- Fulltrúar Aftureldingar

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Í dag, 29.janúar var tilkynnt um það hverjir væru í liði fyrri hluta tímabilsins, bæði hjá körlum og konum í blaki.

Aftuelding átti einn fulltrúa kvennamegin, þar sem Valdís Unnur Einarsdóttir var valin ein af tveimur bestu miðjuspilurum mótsins.  Karlamegin átti Afturelding tvo fulltrúa þar sem Dorian Poinc var valinn einn af tveimur bestu köntum mótsins og Hafsteinn Már Sigurðsson var valin besti díó mótsins.

Við óskum okkar fólki innilega til hamingju með árangurinn.