Mikilvægt stig á útivelli hjá stelpunum

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Leikurinn var spennandi en heimastúlkur höfðu undirtökin lengst af. Sigríður Þóra Birgisdóttir fékk þó dauðafæri strax í upphafi leiks sem ekki nýttist. Í næstu sókn komust Selfyssingar í gott færi en sömuleiðis án árangur. Í fyrri hálfleik reyndu heimastúlkur nokkrum sinnum fyrir sér en Halla Margrét sá til þess að engin urðu mörkin.

Í síðari hálfleik voru Selfyssingar aðgangsharðar og reyndu að nýta sér sterkan meðvind. Ekki tókst þeim þó að skora og sá sterk vörn Aftureldingar og afbragðsleikur Höllu í markinu til þess. Næst komust þeir marki þegar knötturinn small í stönginni eftir aukaspyrnu um miðjan hálfleikinn. Síðasta korterið tók Afturelding hinsvegar frumkvæðið og áttu tvö góð færi áður en Telma komst svo ein innfyrir á síðustu mínútu en markmaður Selfoss varði.

Afturelding varðist vel í leiknum og átti stigið skilið. Bæði lið fengu færi til að skora sigurmarkið en það tókst ekki og úrslitin 0-0. Lára Kristín var öflug á miðjunni og Halla Margrét varði vel en fremst meðal jafningja að þessu sinni er valin Kristrún Halla Gylfadóttir sem stjórnað vörninni vel í fjarveru Jennu Roncarati.

Lið Aftureldingar: Halla – Guðný Lena, Kristrún, Marcia, Halldóra Þóra – Hafdís (Guðrún Ýr 65), Sandra, Lára Kristín, Kristín T (Aldís 53)- Telma, Sigga (Eydís 87)