Afturelding – Höttur á laugardag

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Afturelding vann góðan og öruggan sigur á Njarðvík í fyrsta leik um síðustu helgi og er í öðru sæti deildarinnar eftir fyrstu umferð. Nú koma austanmenn í Hetti í heimsókn frá stöðum Egils en þeir léku í 1.deild í fyrra en féllu beint niður aftur.

Liðin hafa mæst fjórum sinnum frá 2010 í 2.deildinni og hefur Höttur þar örlítið betur með tveimur sigrum en Afturelding hefur unnið einn og einum leik lauk með jafntefli.

Vonir standa til að Paul McShane verði orðinn heill heilsu fyrir leikinn og þá kom Kjartan Guðjónsson til liðs við strákana á lánssamningi frá ÍBV á síðasta degi félagaskiptanna. Annars hafa menn verið að leika sérlega vel í upphafi móts og mikil barátta um sæti í liðinu.

Knattspyrnudeild hvetur alla Mosfellinga til að gera sér ferð á Varmárvöll á morgun (eða N1 völlinn eins og hann er kallaður nú) og styðja við bakið á strákunum okkar – Áfram Afturelding.