Yfirþjálfarar Knattspyrnudeildar Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Knattspyrna

Hjörtur Harðarson hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka Aftureldingar.

Hjörtur hefur komið við í yngri flokkum Breiðabliks, ÍR, Fjölni og nú hjá Aftureldingu. Hjörtur hefur þjálfað í 5-7. Flokk í þessum liðum og hefur gert í 10 ár. Hjörtur er með UEFA/KSÍ gráðu B og hefur mikinn áhuga á að halda áfram á þeirri braut sérstaklega fyrir yngri hópa. Við bindum miklar vonir við þá reynslu og vinnu sem að Hjörtur kemur með að borðinu í að efla starfið.

 

Þorgeir Leó Gunnarsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari eldri flokka Aftureldingar.

Þorgeir ætti að vera Mosfellingum vel kunnugur enda verið í kringum félagið frá árinu 2005. Hann hefur síðustu árið þjálfað marga flokka innan félagsins og stefnir á að klára þjálfaragráðu A hjá UEFA/KSÍ á komandi tímabili. Þorgeir er gríðarlega metnaðarsamur og leggjum við mikið traust á að hann muni í samráði við skrifstofu, efla starfið og ýta því áfram í frambærilega átt.

 

Á sama tíma og við óskum nýjum starfsmönnum til hamingju með ný störf viljum við aftur þakka fráfarandi yfirþjálfara Bjarka Má Sverrissyni fyrir ómetanlegt starf fyrir Aftureldingu í nær 30 ár. Bjarki hefur verið stoð og stytta félagsins í mörg ár og hefur ýtt félaginu gríðarlega fram undir hans leiðsögn. Við kveðjum Bjarka með trega en á sama tíma óskum honum alls hins besta í nýjum verkefnum.