Mót yngri flokkanna

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Góð helgi hjá 8. flokki kvenna, 5. flokki yngra ár karla,  6. flokki yngri ár og 3. flokki karla og kvenna um liðna helgi.

Stelpurnar í 8. flokki stigu sín fyrstu skref í handbolta um helgina á Ásvöllum. Mikil gleði og spenna var meðal þeirra og allar að njóta sín inn á vellinum. Það verður gaman í vetur hjá þessum stelpum.

 

 

 

Stelpurnar í 6. flokki yngra ár spiluðu sína fyrstu mótsleiki um helgina á Selfossi. Það má með sanni segja að þær hafi gert gott mót, Lið 1 unnu sinn riðil í 2. deild þar sem þær unnu alla leiki sína nokkuð örugglega og munu spila í 1. deild á næsta móti. Lið 2 endaði í öðru sæti í sínum riðli í 3. deild eftir tvo sigra , eitt jafntefli og eitt tap. Afturelding 3 skipað leikmönnum fæddar 2015 endaði líka í öðru sæti í sínum riðli eftir þrjá sigra og eitt tap en þrjú efstu sætin enduðu með 6 stig og þar þurfti markatölu til að skera úr um efsta sætið. Virkilega gott mót hjá stelpunum og margar að stíga sín fyrstu skref í handbolta.

6. flokkur karla yngri spilaði  í Valsheimilinu um. Lið 1 vann 2.deildina og spilar í fyrstu deild á næsta móti eins og stelpurnar. Lið 2 vann tvo leiki og tapaði tveimur. Flottir strákar þarna á ferð.

5.flokkur karla yngra ár spilaði í móti sem FH og Haukar sáu sameiginlega um. Lið 1 vann tvo leiki og tapaði tveimur. Lið 2 vann einn leik, jafntefli var í einum og einn tapaðist. Bæði lið stóðu sig vel og verður gaman að sjá þá á næsta móti.

3. flokkur kvenna spilaði sína fyrstu leiki um helgina og  á heimavelli, sá fyrri á laugardag á móti ÍR sem þær unnu 40-24 sá seinni á sunnudag gegn Val sem þær unnu 22-19. Þær eru því  ennþá ósigraðar í sinum riðli.

Strákarnir í 3. flokki gerðu góða ferð til Vestmannaeyja og skemmst frá því að segja að þeir unnu alla þrjá leikina við ÍBV. Lið 1 vann 37-29, lið 2 vann 35-28 og lið 3 37-18.

Lið 1 er ósigrað og efst í A riðli sem er efsta deild 3.flokks. Sama má segja um lið 2 en þeir eru efstir í C riðli og ósigraðir. Lið 3 er í öðru sæti D riðils og hafa gert eitt jafntefli og unnið rest.

Minni á  handboltapassann þar sem hægt var að sjá leiki 3. flokks karla og kvenna um liðna helgi.

Minnum sérstaklega á fría æfingatíma fyrir leikskólakrakka 9. flokk á miðvikudögum kl 16-17. Sjá nánar tímatöflur flokkanna Tímatafla – Ungmennafélagið Afturelding