Handbolti yngri flokkar 15. til 21. október

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Nú fer að líða að lokum fyrstu lotu hjá 3. og 4. flokki karla og kvenna.

Sjá úrslit vikunnar 15. til 21. október  hér að neðan.

4. flokkur karla.

4. flokkur karla spilaði 4 leiki  og unnu alla. Í deildinni vann lið 1 Fram á útivelli 34-27 þriðjudaginn 15. október,  KA að Varmá  31-28 á sunnudag, lið 2 vann Gróttu að Varmá 38-28 laugardaginn 19. október og  lið 3 spilaði ekkert í þessar viku og hefur lokið sínum leikum í þessari lotu.

Lið 1 spilaði einnig í bikarnum mánudaginn 14. október og vann þar sameinað lið Fjölnis og Fylkis á útivelli 41-16 og er komið í aðra umferð. Þar mæta þeir KA í næstu umferð sem þeir unnu um helgina í deildinni og fer sá leikur fram 2. desember. Efnilegir strákar þarna á ferð.

3. flokkur kvenna

3. flokkur kvenna spilaði tvo leiki eða við Fram á sunnudag sem fór jafntefli 26-26 í hörkuleik og svo við Val á útivelli mánudaginn 21. október og töpuðu 20-27. Erfitt prógram hjá stelpunum að spila 2 daga í röð við mjög sterk lið en þær eiga góða möguleika að vinna sig upp um deild þegar þær eiga 3 leiki eftir.  Flottar stelpur þarna á ferð.

3. flokkur karla

Strákarnir í 3. flokki héldu áfram að gera gott mót og  lið 1 vann KA að Varmá  25-24 og eru búnir að vinna lotuna þó einn leikur sé eftir við FH næstkomandi laugardag á útivelli. Frábærlega gert.

Lið 2 spilaði tvö leiki, föstudag við Val og vann 24-23 í jöfnum leik að Varmá og spilaði svo við Stjörnuna á útivelli í gær mánudaginn 21.10. og vann einnig 42-39.  Lið 2 er einnig búið að vinna sína deild.

Lið 3 spilar sinn síðasta leik laugardaginn 26. október við FH á útivelli og ef þeir vinna þann leik vinna þeir nær örugglega sína deild.

Þetta er frábær byrjun á tímabilinu hjá strákunum í 3. flokki og framtíðin er greinilega björt í Mosfellsbænum.

5. flokkur og yngri

5. flokkur og yngri hafa lokið fyrsta mótinu sínu eins og við höfum áður sagt frá og mótaröð 2 hefst 1. nóv og lýkur helgina 16. til 17. nóv.

Mikið hrós til

Mikið hrós til elstu flokkanna okkar og meistarflokks karla og kvenna en þau sjá um að dæma alla leiki sem eru á okkar vegum. Að sama skapi eru krakkarnir í yngri flokkum einnig ómetanleg aðstoð á klukkunni í leikjum. Án þeirra hjálpar gengi þetta ekki upp hjá okkur og eiga allir miklar þakkir skildar. Ekki má gleyma foreldrunum sem hjálpa til við að láta allt ganga upp, þið eruð snillingar.

Frítt á meistarflokksleiki karla og kvenna

Verum dugleg að koma með krakkana á leiki meistaraflokkanna, þau fá frítt á þessa leiki og alltaf gaman að sjá okkar krakka fylla stúkuna á leikjum og hvetja okkar lið.

Minni á  handboltapassann þar sem hægt er að sjá flesta leiki 3. og 4. flokks karla og kvenna þegar þeir fara fram.

Ólafur Hilmarsson formaður BUR handbolti.

 

Mynd af 3. flokki karla sem voru Íslandsmeistarar 2023/2024