Silfur á Faxaflóamótinu

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Liðið lék afar vel á köflum og lauk keppni í öðru sæti B-deildar á eftir Selfyssingum sem reyndar tefldu fram sameiginlegu liði með Hamar og Ægi. Stelpurnar okkar voru í miklu stuði og skoruðu alls 29 mörk og voru hársbreidd frá að landa sigri. Á meðfylgjandi mynd er hluti hópsins með verðlaunapeninga sína.

Árangurinn er einkar áhugaverður með það í huga að Afturelding teflir fram óvenju ungu liði en 6 leikmenn af yngra ári þriðja flokks tóku þátt í leikjunum og aðrir leikmenn eru flestir á yngsta ári í öðrum flokki. Þrátt fyrir það stóðu stelpurnar sig vel undir stjórn þjálfara síns, Ásþórs Sigurðssonar og létu vel til sín taka í leikjum gegn oft á tíðum mun eldri og reyndari liðum.

2.flokkur hefur hafið keppni í Íslandsmótinu og er þegar þetta er skrifað í efsta sæti B-deildar með einn sigur og eitt jafntefli eftir fyrstu tvo leiki liðsins. Þá munu stelpurnar mæta Val/ÍR í 16 liða úrslitum bikarsins í lok mánaðarins.