Stelpurnar heimsækja ÍBV í Eyjum

Knattspyrnudeild Knattspyrna

ÍBV náði nokkuð óvænt öðru sæti deildarinnar í fyrra og situr nú í þriðja sæti þannig að ljóst er að hér er á ferðinni býsna sterkt lið.

Liðin hafa mæst reglulega undanfarin ár en í Pepsideildinni hefur ÍBV unnið þrjá leiki og Afturelding einn. Að auki mættust liðin í bikarkeppninni fyrir tveimur árum og þá vann Afturelding frækinn sigur í Eyjum í vítaspyrnukeppni.

Lið Aftureldingar lék vel gegn Breiðablik í síðasta leik þrátt fyrir tap. Liðið er að smella saman og frammistaðan í síðasta leik lofar góðu. Liðsandinn er góður og þrátt fyrir fámennan hóp og meiðsli er baráttugleðin allsráðandi. Nú þarf bara að klára færin eða eins og John þjálfari sagði eftir síðasta leik:  „Good teams will always create chances – while the great teams will finish the chances they get“

Knattspyrnudeild hvetur Mosfellinga sem verða á ferðinni á miðvikudag til að kíkja til Eyja og styðja við bakið á stelpunum okkar.