Síðast var Helgi á mála hjá Fram sem spilandi aðstoðarþjálfari og þar á undan hjá Víkingi. Helgi hefur einnig leikið í Danmörku, Noregi og Þýskalandi. Þá hefur hann leikið fjölda landsleikja með öllum landsliðum Íslands
Miklar vonir eru bundnar við að þessi reynslumikli markaskorari bæti við þá reynslu sem ungt lið Aftureldingar getur nýtt sér til að halda því góða gengi sem liðið hefur farið af stað með í Íslandsmótinu í ár. Liðið er nú í efsta sæti og stefnir að sjálfsögðu á að halda því til loka tímabilsins.
Á meðfylgjandi mynd sem tekin var við undirritun félagaskipta og samnings eru:
Óli Valur Steindórsson formaður meistaraflokksráðs t.v. og Helgi Sigurðsson sóknarmaður t.h.