Flottur árangur hjá 7.flokki á Norðurálsmótinu

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Flokkurinn tefldi fram fjórum liðum og það var B-liðið sem gerði sér lítið fyrir og vann sína deild en hin þrjú liðin lentu öll í fjórða sæti í sínum deildum sem er afbragðsárangur enda um að ræða stærsta mót ársins hjá þessum aldursflokki.

Drengirnir okkar stóðu sig allir ljómandi vel og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni. Þjálfarar 7.flokks eru þeir Ísak Már Friðriksson íþróttafræðingur, Anton Ari Einarsson markmaður meistaraflokks karla og Gunnar Birgisson sem hefur leikið með Aftureldingu og Hvíta Riddaranum.

Á meðfylgjandi mynd er eitt liðanna fjögurra sem þátt tóku fyrir hönd Aftureldingar.

Foreldrar og aðstandendur eru hvattir til að senda inn skemmtilegar myndir af krökkunum sínum og gjarnan nokkrar línur um hvað ber hæst í starfinu hverju sinni. Myndir mega hvort sem er vera af börnum í leik eða uppstilltar liðsmyndir, allar myndir nýtast vel. Senda má á netfangið fotbolti@afturelding.is