Afturelding mætti með sex lið til leiks og fjölmennan hóp stuðningsmanna skipaðan foreldrum og systkinum. Gengi liðanna inná vellinum var misjafnt eins og gengur en efst náðum við í fimmta sæti sem er athyglisverður árangur enda mæta þarna yfirleitt öll sterkustu lið landsins.
Knattspyrnudeild óskar strákunum, þjálfurum þeirra og aðstandendum öllum til hamingju með flott mót og fyrirmyndarhegðun innan og utan vallar. Þess má einnig geta að Jökull Andrésson var valinn markmaður mótins og fær hann að sjálfsögðu sérstakar hamingjuóskir með það.
Á meðfylgjandi mynd er eitt lið Aftureldingar á mótinu á góðri stundu ásamt þjálfara sínum, Vilberg Sverrissyni og aðstoðarmönnum hans; Sindra Snæ Ólafssyni, Gunnari Andra Péturssyni og Gunnari Birgissyni sem allir leika með 2.flokki félagsins.