Íþróttaleikarnir Reykjavík International Games (RIG) voru haldnir dagana 22. janúar – 8. febrúar 2025. Þetta var í 18 sinn sem leikarnir voru haldnir og þrettánda sinn sem Karatesamband Íslands tekur þátt. Karatehluti RIG var haldinn í Laugardalshöllinni laugardaginn 25. janúar 2025. Keppendur voru 138 talsins frá 20 félögum, þar af 40 erlendir keppendur, einn frá Spáni, einn frá Frakklandi, tveir frá Póllandi, átta frá Danmörku, níu frá Lettlandi og 21 fá Englandi.
Alls tóku fimm keppendur frá Aftureldingu þátt í mótinu og náðu þeir þeim frábæra árangri að lenda í sjötta sæti félaga á mótinu með tvö gull, eitt silfur og tvö brons. Eftirtaldir iðkendur tóku þátt:
- Í kata U14 female keppti Eva Jónína á móti Kristíönu í úrslitum og hafði Eva betur í viðureigninni.
- Í kata U14 male kepptu bæði Robert og Alex um þriðja sætið eftir að þeir töpuðu báðir í undanúrslitum. Þeir unnu báðir viðureignir sínar örugglega og hrepptu því báðir brons.
-
Þórður Jökull keppti í kata male senior. Hann vann allar sínar viðureignir örugglega en hann vann bæði reynda franska katakeppandann Kichoth Nithiyananthan efnilega lettneska landsliðsmanninn Borins Ronalds. Í úrslitum mætti hann Gabríel Pálmasyni efnilegum landsliðsmanni úr Fjölni og vann Þórður nokkuð örugglega með kata suparinpei á móti chibana no kushanku hjá Gabríel. Þetta var í fjórða sinn í röð sem Þórður vann senior flokkinn á RIG.
Keppendur og verðlaun
- Alex Bjarki Davíðsson – U14 kata male – 3. sæti
- Eva Jónína Daníelsdóttir – U14 kata female – 1. sæti
– Reykjavíkurmeistari
- Kristíana Svava Eyþórsdóttir – U14 kata female – 2. sæti
- Robert Matias Benita – U14 kata male – 3. sæti
- Þórður Jökull Henrysson – kata male senior – 1. sæti
– Reykjavíkurmeistari
Anna Olsen dæmdi á mótinu fyrir hönd Aftureldingar.
Úrslit mótsins má finna hér.

Sigurvegarar í kata U14, cadet, junior og senior

Eva og Kristíana með gull og silfur

Þórður og Robert með spænska þjálfaranum sensei Pablo Armenteros og Nuriu Escudero frá Armenteros dojo en hún vann senior female