Arnór Breki valinn á úrtaksæfingar á Laugarvatni

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Þar koma saman rúmlega 60 drengir fæddir 1998 og leiða saman hesta sína við æfingar og keppni og má búast við að þar leynist mörg framtíðarlandsliðsefni okkar Íslendinga og hver veit e.t.v. næsta stórstjarna. Fulltrúi okkar í Aftureldingu var valinn hann Arnór Breki Ásþórsson en hann hefur einnig vakið athygli fyrir góðan árangur á frjálsíþróttavellinum.

Arnór Breki varð því miður fyrir meiðslum á æfingu fyrir nokkrum vikum og hefur ekki náð sér að fullu og er því óvíst með þáttöku hans að þessu sinni en pilturinn er afar efnilegur og mun án nokkurs efa mæta kraftmeiri en nokkru sinni fyrr á knattspyrnuvöllinn þegar hann kemst á ferðina á ný.

Knattspyrnudeild óskar Breka til hamingju með valið og um leið góðs bata – og að sjálfsögðu góðs gengis í komandi verkefnum.