Það styttist óðum í annan endann á Íslandsmótinu og nú eru aðeins fjórar umferðir eftir. Með glæstum sigri á Breiðablik í síðustu umferð og sigri á FH í leiknum þar á undan eru stelpurnar okkar nú komnar í ágætismál í deildinni þegar lítið er eftir. Afturelding er í sjöunda til áttunda sæti ásamt FH en mótherjarnir eru í þriðja sæti.
Afturelding mun án efa gera sitt besta til að klára þennnan mikilvæga leik með sigri og hefur Mosfellsbær ákveðið að leggja fram hjálparhönd til að stuðningurinn verði sem mestur en það verður frítt á völlinn í boði Mosfellsbæjar.
Það er því von knattspyrnudeildar að sem flestir bæjarbúar nýti sér tækifærið og mæti á völlinn á þriðjudag og styðji við stelpurnar okkar í baráttunni í efst deild – en Pepsideildin er talin meðal sterkust deilda Evrópu í kvennaboltanum.
Allir á völlinn – Áfram Afturelding !