Annað Grand Prix mótið var haldið 26. apríl á Akranesi, en það er bikarmótaröð ungmenna 11-18 ára. Alls voru 66 þátttakendur skráðir til keppni. Karatedeild Aftureldingar var með sex keppendur, alla í kata. Allir stóðu sig ótrúlega vel og öll sýna þau stöðugar framfarir! Aron og Daníel voru að stíga sín fyrstu skref í unglingaflokki og þeir voru til fyrirmyndar
KEPPENDUR OG ÁRANGUR
- Alex Bjarki Davíðsson – kata 14-15 ára pilta – 5. sæti
- Aron Trausti Kristjánsson – kata 11 ára pilta – gull
- Daníel Þór Kristjánsson – kata 11 ára pilta – silfur
- Eva Jónína Daníelsdóttir – kata 14-15 ára stúlkna – silfur
- Kristíana Svava Eyþórsdóttir – kata 14-15 ára stúlkna – gull
- Robert Matias Bentia – kata 14-15 ára pilta – silfur
Úrslit mótsins má finna hér.

Aron með gull og Daníel með silfur

Robert með silfur

Kristíana með gull og Eva með silfur

Verðlaunahafar

Allir keppendurnir