Magnús Eyjólfsson landsliðsþjálfari í kata lést föstudaginn 15. ágúst 2025 eftir stutt veikindi. Magnús helgaði stóran hluta lífsins karate, hann var iðkandi, þjálfari og foreldri í Breiðablik og markaði djúp spor í starfið þar. Hann lagði einnig sitt af mörkum fyrir karatehreyfinguna á Íslandi og var m.a. landsliðsþjálfari á árunum 2011-2017 og svo aftur frá 2022.
Fráfall Magnúsar er mikið áfall fyrir karatehreyfinguna. Hann var gæddur miklum mannkostum, hæglátur, einlægur, hlýr og með ástríðu fyrir karate. Hann var ekki aðeins þjálfari, heldur einnig góður félagi og vinur.
Karatedeild Aftureldingar sendir eftirlifandi eiginkonu, börnum og aðstandendum Magnúsar innilegar samúðarkveðjur en um leið minnumst við Magga með þakklæti. Eftir lifir minning um góðan mann sem við eigum öll eftir að sakna.
Stjórn karatedeildar Aftureldingar

Þórður og Magnús á góðri stund í Andorra í lok maí 2025