Tímabilið að hefjast í blakinu

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Miðvikudaginn 24.september hefst tímabilið formlega hjá Blakdeild Aftureldingar þegar karlaliðið okkar spilar sinn fyrsta leik og er það heimaleikur við Þrótt Reykjavík sem spiluðu til úrslita bæði í bikar og Íslandsmótinu í vor.

Lið Aftureledingar er talsvert breytt frá fyrra ári og ætlar liðið sér mikið í vetur og er staðráðið í að berjast um alla titla sem í boði verða.

Nýjar reglur hafa tekið við hér á landi en nauðsynlegt er  að vera með að lágmarki 2 íslenska leikmenn inni á vellinum  á hverjum tíma.

Kvennaliðið okkar hefur sína leiktíð með heimaleik þann 8. október þegar þær taka á móti sameiginlegu liði Þróttar Reykjavíkur og Blakfélagi Hafnarfjarðar.

Við hvetjum stuðningsfólk Aftureldingar til að mæta á völlinn og hvetja liðin okkar.

♥Áfram Afturelding ♥